April 12, 2010

Bombur dagsins

Bombur dagsins - fleyg orð úr skýrslunni


Mörg fleyg ummæli hafa komið fram í fjölmiðlum í dag í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrslutökur veita persónulega innsýn inn í hugarheim aðalleikara hrunsins, sem spara ekki stóru orðin þegar kemur að þeim sjálfum eða öðrum. Vísir.is tók saman ummæli dagsins.

---

"....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir."

Sigurjón Þ. Árnason um viðskipti sín við Björgólfsfeðga.

---

"Þrátt fyrir veisluhöld og samskipti við ríka og fræga fólkið í London hafði Ármann hvorki náð heppilegum tengslum inn í breskt stjórnkerfi né hafði hann nógu djúpan skilning á því."

Hreiðar Már Sigurðsson um kokteilboð Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóri Singer og Friedlander dótturfélags Kaupþings í Bretlandi.

---

"Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er."

Tryggvi Þór Herbertsson vitnar í orð Davíðs Oddssonar í aðdraganda þjóðnýtingu Glitnis.

---

"Og frá því er skemmst að segja að hann nánast skalf og nötraði. Hann sagði: „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð."

Össur Skarphéðinsson lýsir samtali sínu við Geir Haarde þegar ákvörðun var tekin um Davíð Oddsson myndi ekki leiða neyðarstjórn.

---

"En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. [...]Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna"."

Össur Skarphéðinsson lýsir innkomu Davíðs Oddssonar á fund í aðdraganda hrunsins.

---

Halldór J. Kristinsson spyr Davíð út í hugmyndir Landsbankans um sameiningu við Glitni. Davíð segist geta samþykkt tillöguna með einu skilyrði.

DO: Það er að ég komist í stjórn Blómavals.

HJK: Er þetta svona vitlaust, spurði þá Halldór.
DO: Já þetta er svona vitlaus,

---

"Ansans, verð ég þá að gera það?" - Davíð Oddsson

Hreiðar segir frá því þegar Davíð Oddsson hringir í hann og spyr hvort Kaupþing muni lána Glitni 600 milljónir evra. Hreiðar svarar neitandi.

---

"Þið eigið að standa með okkur. Þið eigið ekki að vera að gagnrýna bankana og gera athugasemdir við bankana, þið eigið að standa með okkur."

Birna Einarsdóttir, við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins.

---

"En á ég ekki að hringja í viðskiptaráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, "keep it under wraps". "

Össur Skarphéðinsson um viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar við hugmynd hans um að láta viðskiptaráðherra vita að Glitnir væri að fara til fjandans.

---

"Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig,"

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings við rannsóknarnefnd Alþingis

---

"Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir."

Davíð Oddsson um ábyrgð Seðlabankans á greiðslukortum landans.

---

„Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út."

Össur Skarphéðinsson um tilboð Landsbankamanna kortéri fyrir hrun

---

„Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast,"

Árni Mathiesen eftir að Davíð Oddsson hafði lýst efnahagshorfum landsins.

---

"Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér."

Össur Skarphéðinsson þegar Glitnir var að fara til fjandans.

---

"...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara?"

Davíð Oddsson í skýrslutöku í siðferðiskafla skýrslunnar.

---
"Það er sama hvert þú horfir, á önnur fjárfestingarfélög, á bankana og hvert sem er, unga kynslóðin er að brjóta blað í sögu landsins í einhverjum skilningi."

Hannes Smárason í viðtali við Örnu Schram í tímaritinu Krónikunni, 15. febrúar 2007.

Eins og Pressan hefur áður greint frá eru í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að finna ýmis ummæli sem gefa skemmtilega og áhugaverða innsýn í það ástand sem ríkti hér á landi í aðdraganda bankahrunsins. Þau sýna meðal annars að í skýrslutökum nefndarinnar var fátt sem ekki var látið flakka.

Pressan hefur tekið saman nokkur ummæli
sem gefa skemmtilega innsýn í atburðarrásina og eflaust eiga eftir að verða rifjuð upp við hin ýmsu tækifæri.



Bara ef við erum ríkir

„Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn.“
Magnús Guðmundsson ræðir snekkjumál við Bakkavararbræður, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurð Einarsson, Steingrím Kárason og Ármann Þorvaldsson í tölvupósti í febrúar 2008.


Pikköpp-lína góðærisins

„Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!“
Samstarfsmaður Björgólfs Thors þegar hann skálar við íslenskar konur í London 2006.


Þetta var bara svo gaman

„Það var ekki meðvitað en það var bara svo gaman, það snerist allt um að komast í fótboltaferðina til West Ham eða...þið skiljið hvað ég er að fara. Þá varstu kominn í svona elítustarfsmannahóp og það snerist líka um að komast í kúlulánahópinn eða kaupréttarhópinn.“
Kristinn Arnar Stefánsson hjá rannsóknarnefnd Alþingis.

Hver er þessi Björgvin?
„Bankamálaráðherra, nei, við töluðum aldrei við hann, Seðlabankinn bara boycut-aði á hann og talaði aldrei við hann og talaði aldrei við hann, hann var náttúrulega aldrei inni í neinu, það talaði aldrei neinn við hann.“

Sigurjón Árnason um hvers vegna enginn talaði við Björgvin.

Afsakið frönskuna

„Hafi Ingibjörg Sólrún fengið viðvaranir frá Davíð Oddssyni sé hætt við að þeim hafi verið „vafið inn í svo mikið af bölvi og ragni að það hafi deyft þungann í þeim orðum.““
Össur Skarphéðinsson fyrir rannsóknarnefnd, um viðvaranir Davíðs.

Only for you my friend
„We hope that you will continue with Björgólfur Thor Björgólfsson since, as we told you, both his peronality and his business success could make him a great asset as well as a good friend to you personally as well as to your country.“

Ólafur Ragnar Grímsson í bréfi til Aleksanders krónprins og Katarinu krónprinsessu í Belgrad í Serbíu í janúar 2005.

Er það ennþá tilfellið?

„En málflutningur Birnu Einarsdóttur var þessi: Þið eigið að standa með okkur. Þið eigið ekki að vera að gagnrýna bankana og gera athugasemdir við bankana, þið eigið að standa með okkur.“
Styrmir Gunnarsson greinir rannsóknarnefnd frá samtali Birnu við ritstjórnarfulltrúa Morgunblaðsins. Birna er í dag forstjóri Íslandsbanka.

Geir og gamli kallinn
„(H)ann var ekkert að tala þetta allt niður eins og hann gerði svo í ræðu sinni, hann var bara huggulegur, gamall kall sem var að koma þarna.“

Geir H. Haarde, hjá rannsóknarnefnd, um heimsókn Roberts Alibers sem lagði til að íslensku bönkunum yrði skipt upp í viðskiptabanka og fjárfestingabanka.

Drengstauli

„Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður á fyrstu hæðina, þar sem hann var, og kallaði hann yfir í næsta herbergi og sýndi honum þessar tölur, þar sem sko Baugur, Glaumur og FL Group og Landic Property og bara 360... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir. Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: Þú talar ekki svona við mig drengur.“
Davíð Oddsson við Jónas Fr. Jónsson


Snýtti hann heilanum?

„Og mér var sérstaklega minnisstætt að þegar fundurinn er að hefjast þá snýtir Össur sér og segir yfir fundarborðið að hann hafi bara akkúrat ekkert vit á bankamálum.“

Sigríður Logadóttir, lögfræðingur Seðlabankans, um örlagaríkan fund um yfirtöku Glitnis.


Af hverju má ég ekki vera memm?

„Jón hringdi í Tryggva, að mér heyrandi, og gekk mjög á hann á laugardeginum, og hann fullyrti alveg: Nei, nei, ekkert að gerast, [við erum] bara [að] fara yfir bankana [...]. Og Jón trúði honum og við bara líka, maður reiknar ekki með því að það sé alltaf verið að ljúga að manni. Við [...] vorum mjög að pæla í því af hverju þeir væru að funda og svona og okkur fannst þetta besti kanallinn að þeim og svo ekki meira um það.“

Björgvin G. Sigurðsson útskýrir fyrir rannsóknarnefndinni hvers vegna hann hafði ekki aðkomu að ákvörðuninni um Glitni.


Davíð og blómin

„Ég get fengið ríkisstjórnina og bankastjórnina til að samþykkja þetta með einu skilyrði, þessa hugmynd ykkar. Hann [Halldór J. Kristjánsson] var mjög kátur og sagði: Hvað er það? Það er að ég [...] komist í stjórn Blómavals. Þá sagði hann: Er þetta svona vitlaust? Já, þetta er svona vitlaust. Og svo lagði ég á.“

Viðbrögð Davíð Oddssonar við fyrstu tillögu Landsbankamanna.


Sesar hefur talað

„Teningunum er kastað.“

Davíð Oddsson þegar hann gengur út af fundi aðgerðarhóps að morgni 30. september 2008.


Reddarinn laug

„Þessir punktar hérna hjá mér, þetta eru lýsingar á fundinum þar sem bankamenn voru að ljúga að okkur [...] Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu: Það er ekkert að marka sem þessi maður segir. Þeir voru að reyna að finna leið til að sameina Kaupþing og Landsbankann til þess að þeir gætu staðið við þetta og Björgólfur sagði bara: Við reddum þessu og við reddum þessu.“

Árni M. Mathiesen lýsir fundi með Landsbankamönnum.


Gosi í Armani-jakkafötum

„[Landsbankamenn] komu að kynna okkur eitthvað frábært tilboð. Og hann [Björgólfur Thor Björgólfsson] sat þarna í sínum flottu fötum, ofsalegur „seller“, að selja eitthvað sem gekk út á að þeir áttu að fá Glitni ókeypis og fá alla skapaða hluti og síðan allan gjaldeyrisforðann og eitthvert „guarantee“ til viðbótar.“

Össur Skarphéðinsson um fund með Landsbankamönnum.

No comments: